Bláa lónið opnar á ný

Bláa lónsins verður opið allar helgar fram á vor. Mynd: Bláa lónið

Í dag opnar Bláa lónið á ný eftir að hafa verið lokað síðastliðna fjóra mánuði. Veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa lónsins í Svartsengi verða opin allar helgar fram á vor auk lónsins sjálfs. Á Lava verður boðið upp á brunch.

Retreat Spa verður opið á laugardögum en opnunartímar Retreat hótelsins og veitingastaðarins Moss verða takmarkaðri.

Núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir er fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins að því segir í tilkynningu. Þar eru gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum vegna þeirra takmarkana sem gilda.