Boða beint flug til London frá Boston

Það stefnir í að framboð á áætlunarflugi milli Boston og London aukist eftir heimsfaraldinum lýkur jafnvel þó þotur Norwegian mun ekki lengur fljúga þessa leið.

Þota United Airlines lendir á Heathrow flugvelli í London. Mynd: Heathrow Airport

Stjórnendur bandaríska flugfélagsins United Airlines tilkynntu fyrir helgi um áform sín að hefja beint flug frá Boston til Heathrow í London. Ekki liggur ennþá fyrir hvenær jómfrúarferðin verður farin en félagið stefnir á daglegar ferðir á Boeing 767 breiðþotum þegar færi gefst vegna heimsfaraldursins.

Samkeppnin á þessari flugleið er nú þegar hörð því British Airways, Virgin Atlantic og Delta hafa öll boðið upp á tíðar ferðir milli borganna tveggja auk Norwegian. Það norska mun þó ekki taka upp þráðinn í Ameríkuflugi sínu eftir að heimsfaraldringum lýkur.

American Airlines hefur líka uppi áætlanir að hefja flug milli Boston og London og eins horfa stjórnendur JetBlue til flugleiðarinnar. Það flugfélagið ætlar nefnilega að spreyta sig á flugi til London frá og með sumrinu en ekki hefur verið gefið út hvort félagið ætli að byrja þessa útgerð í New York eða Boston.

Þess má geta að Icelandair hefur í gegnum tíðina verið með tíðar ferðir til bæði Boston og London.