Bretar gætu komist til útlanda í sumarbyrjun

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Erlendir ferðamenn gætu mögulegt spókað sig í London í sumar. Mynd: Julian Love / London and Partners

Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands kynnti fyrr í dag hvernig takmörkunum vegna heimsfaraldursins verður aflétt þar í landi. Um er að ræða fjögur skref sem stigin verða með nokkurra vikna millibili.

Byrjað verður á því að opna skóla landsins þann 8. mars og fyrir páska er svo stefnt að því að fólk geti safnast saman á ný utandyra en þó ekki fleiri en sex í einu.

Og það verður í fyrsta lagi þann sautjánda maí sem hótel opna á ný auk kvikmyndahúsa. Þennan sama dag er stefnt að því að auðvelda ferðalög til og frá Bretlandi. Sú dagsetning verður þó endurskoðuð þegar nær dregur samkvæmt frétt Bloomberg.

Nýverið lét samgönguráðherra Bretlands þau orð falla að það væri ekki ljóst hvort Bretland myndi opna að ráði í sumar. Fyrsti ráðherra Skotlands tók í sama streng.