Ekkert að því að stjórnmálaflokkar skipi í stjórn Isavia

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallar eftir eigendastefnu fyrir Isavia og telur að innanlandsflug í gegnum alþjóðaflugvöll sé mikilvægt. Sem fjármálaráðherra skipaði hún í stjórn Isavia árið 2011.

„Svo að sátt sé um stjórnina í svo mikilvægu fyrirtæki sem Isavia er þá er ekkert að því að stjórnmálaflokkar tilnefni sinn fulltrúa enda verða allir stjórnarmenn að uppfylla þær hæfniskröfur sem eigendastefnan gerir ráð fyrir," segir Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Myndir: Isavia og Alþingi

Þau fimm sem sitja í stjórn Isavia í dag eru öll fulltrúar stjórnmálaflokka. Á núverandi kjörtímabili hafa stjórnarflokkarnir þrír átt hver sinn mann í stjórninni og Miðflokkur og Píratar eiga svo sitthvort sætið.

Sami háttur hefur verið hafður á í tíð fyrri ríkisstjórna en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þar sem eignhald á flugvöllum er líka í höndum hins opinbera, tíðkast ekki að velja pólitískt í stjórn flugvallarfyrirtækjanna.

Aðspurð hvort Samfylkingin myndi halda í hefðina og skipa eigin fulltrúa ef flokkurinn hefði færi á þá segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, ekkert sjá að því að stjórnmálaflokkar tilnefni hæfa fulltrúa í stjórnina.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.