Englendingar byrjaðir að bóka

grikkland strond Alex Blajan
Flestir þeirra Englendinga sem ríðu á vaðið í gær og pöntuðu ferðir til útlanda í sumar ætla sér að verja fríinu á sólarströnd. Mynd: Alex Blajan / Unsplash

Í fyrsta lagi 17.maí næstkomandi geta Englendingar reiknað með að geta ferðast til útlanda með einfaldari hætti en hægt er í dag. Á sama tíma ættu útlendingar að geta heimsótt England.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri áætlun breskra stjórnvalda sem Boris Johnsson, forsætisráðherra, kynnti í gær um afléttingu sóttvarnaraðgerða.

Þar er þó skýrt tekið fram að dagsetning á tilslökunum við landamærin verði endurskoðuð þegar nær líður. Þrátt fyrir óvissuna sem ennþá ríkir þá fjölgaði bókunum og fyrirspurnum verulega í gær hjá breskum flugfélögum og ferðaskrifstofum samkvæmt frétt BBC.

Þar segir að gærdagurinn hafi verið sá besti hjá ferðaskrifstofum Tui í heilan mánuð og fjöldi bókanna hjá easyJet margfaldaðist og sérstaklega fyrir flug í ágúst. Af pöntunum gærdagsins að dæma þá horfa flestir Bretar til ferða suður á bóginn.

Þess ber að geta ráðmenn í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa ekki að fylgja línu stjórnvalda í London varðandi tilslakanir innan landanna né við landamæri.