Ferðaskrifstofur Arion banka fengu nærri 900 milljón króna lán viku fyrir gjaldþrotið

Þrátt fyrir að geta ekki staðið skil á eldra láni þá fékk Travelco Nordic nýtt lán frá danska ferðaábyrgðasjóðnum á krítiskum tíma. Travelco Nordic fór í þrot stuttu síðar en undir það heyrðu nokkrar norræna ferðaskrifstofur. Arion banki segir að sala á starfseminni hafi verið á lokametrunum fyrir heimsfaraldur.

Skjámynd af vef Travelco Nordic.

Stjórn ferðaábyrgðasjóðs Danmerkur, Rejsegarantifonden, óskaði eftir rannsókn sl. haust á ríflega þriggja milljarða tjóni sjóðsins vegna gjaldþrots Travelco Nordic, eignarhaldsfélags nokkurra norrænna ferðaskrifstofa. Aldrei áður hefur danski sjóðurinn orðið fyrir eins miklu fjárhagstjóni.

Travelco Nordic var í upphaflega í eigu Andra Más Ingólfssonar en sumarið 2019 tók Arion banki fyrirtækið yfir í uppgjöri sinu við Andra Má í tengslum við gjaldþrot Primera Air.

Lánveiting á viðkvæmum tíma ekki lögð fyrir stjórnina

Fyrir helgi voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar og niðurstaðan er sú að stjórn danska sjóðsins og starfsmenn hafi fylgt þeim reglum sem gilda um starfsemina. Þó með fyrirvara um lánveitingu um miðjan október í fyrra.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.