Ferðunum frá landinu fækkaði um 1.082 í janúar

Heimsfaraldurinn hefur ennþá gríðarlega áhrif á flugumferðina. Á Keflavíkurflugvelli voru ferðirnar í janúar flestar fyrstu daga mánaðarins.

Þó umferðin um Keflavíkurflugvöll hafi aukist þónokkuð í kringum áramót þá fækkaði áætlunarferðunum frá landinum um 91 prósent í janúar. Núna voru 112 brottfarir en þær voru 1.194 á sama tíma í fyrra.

Icelandair stóð fyrir sex af hverjum tíu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum mánuði og vægi Wizz Air var 28 prósent.

Breska flugfélagið easyJet fækkaði sínum ferðum hlutfallslega mest eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. En Íslandsflug félagsins nær vanalega hámarki fyrstu mánuði hvers árs því þá eru breskir ferðamenn vanalega mjög fjölmennir hér á landi.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.