Fjöldi erlendra flugmanna í Hafnarfirði töluvert lægri en sagt var

Erlendir flugmenn sækja margir þjálfun á Boeing vélar í flughermi Icelandair í Hafnarfirði. Vinsældirnar eru þó ekki eins miklar og halda mætti eftir fréttir helgarinnar.

Erlend flugfélög sendu fimm þúsund flugmenn í þjálfun í flughermi Icelandair í fyrra sagði í frétt Stöðvar 2 og Vísis á laugardag. Þar var reyndar bent á að hver og einn hafi komið tvisvar og því hafi þetta í raun verið um tvö þúsund og fimm hundruð flugmenn í heildina.

Þessi mikli fjöldi vekur athygli og til að setja töluna í samhengi þá komu hingað rétt um hálf milljón ferðamanna í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Hlutfall erlendra ferðamanna í þeim hópi hefur þá verið einn á móti hundrað enda ekki tekið tillit til tvítalningar í ferðamannatalningunni.

Aðspurður um hvort þessar tölur stemmi í raun og veru þá segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri flughermisins, í svari til Túrista, að tölum hafi slegið saman í fréttinni.

Guðmundur bendir á að árið 2019 hafi aðeins komið um 1250 flugmenn í Hafnarfjörðinn. Þeir hafi staðið undir um fimm þúsund gistinóttum það ár því hver og einn hafi stoppað í þrjár til fjórar nætur. Hins vegar hafi komum erlendra flugmanna í Hafnarfjörðinn fari fækkandi í fyrra og voru þeir um 800 talsins. Það er mun töluvert minna en árin á undan og auðvitað líka lægri tala en fram kom í fréttum um helgina.

Greinin var uppfærð með tölu um fjölda þeirra erlendu flugmanna sem sótti þjálfunarsetrið í Hafnarfirði í fyrra.