Flugfarþegum fækkaði um tíund milli mánaða

Mynd: Isavia

Farþegahópurinn á Keflavíkurflugvelli í nýliðnum janúar taldi 22.462 farþega en þeir voru 24.907 í desember á síðasta ári. Samdrátturinn nemur tíund.

Í samanburði við janúar í fyrra þá fækkaði farþegum hins vegar 94 prósent í síðasta mánuði. Það er í takt við niðursveifluna síðustu mánuði eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.