Hefur litlar áhyggjur af lánum bankans til ferðaþjónustunnar

Marínó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku, telur að ferðaþjónustan verði mikilvægur hluti viðspyrnunnar og segir ekki lokað fyrir frekari lánveitingar til greinarinnar. Bankinn flokkar vinnu sína fyrir Icelandair síðastliðið haust sem samfélagsverkefni í nýjum ársreikningi.

Marínó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku. Mynd: Kvika og Neostalgic/Unsplash

Heildarlán Kviku til ferðaþjónustufyrirtækja námu 2,1 milljarði króna um síðustu áramót. Til samanburðar var bókfært virði lána Íslandbanka og Landsbanka, til ferðaþjónustufyrirtækja og flugfélaga, nærri eitt hundrað milljarðar kr, hjá hvorum banka fyrir sig. Útistandandi lán Arion banka til ferðaþjónustufyrirtækja námu 73 milljörðum kr.

Hlutfall útlána til ferðaþjónustu í lánabók Kviku var 6,5 prósent sem er lægra en hjá stóru bönkunum þremur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.