Hvað kostar að fljúga til New York í sumar?

Það eru þrjú flugfélög sem stefna á að bjóða upp á tíðar ferðir milli Íslands og New York í sumar. Hér má sjá hvað farmiðarnir kosta og líka ef ferðinni er heitið til Boston eða Washington. Til þessara tveggja borga verður Icelandair þó eitt um ferðirnar.

Mynd: Hector Arguello / Unsplash

Það er ennþá óljóst hvenær farþegaflug milli Norður-Ameríku og Evrópu verður á ný með hefðbundnum hætti. Reglulegar ferðir milli Íslands og New York eru þó ennþá á dagskrá Icelandair og bandarísku flugfélaganna Delta og United.

Þetta er aðeins ein af þremur flugleiðum sem Icelandair verður í samkeppni við tvo flugfélög eða fleiri. Og samkvæmt verðkönnun Túrista þá eru fargjöldin hærri hjá Icelandair en hinum tveimur í júní og júlí en þó ekki í ágúst.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.