Flugáætlunin sem Icelandair birti um miðjan janúar gerði ráð fyrir að farþegaþotur félagsins myndu taka á loft að jafnaði tvisvar á dag frá Keflavíkurflugvelli núna í febrúar.
Á dagskránni voru daglegar ferðir til Kaupmannahafnar og eins var ætlunin að fljúga til London, Amsterdam, Boston, Munchen og Frankfurt.