Fréttir
Inneignarnótur fyrir 12,1 milljarð króna
Flugfélög hafa í raun fengið lánaðar háar upphæðir hjá neytendum vegna allra þeirra flugferða sem hafa verið felldar niður síðustu misseri. Þessi skuld Icelandair við farþega nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem safnaðist í hlutafjárútboði félagsins í haust.
