Ítölsku túristarnir komu þrátt fyrir allt og eyddu nærri milljarði króna

Ítalía fór mjög illa út úr fyrstu bylgju COVID-19 og Icelandair felldi niður allar ferðir sínar til Mílanó um sumarið. Wizz Air tók við keflinu og ítalskir ferðamenn voru fjölmennir hér á landi síðla sumars. Kortavelta hvers og eins þeirra jókst frá sumrinu 2019.

Frá Akureyri en í ágúst í fyrra þá stóðu Ítalir undir ellefu prósent allra gistinátta útlendinga á hótelum á Norðurlandi. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Þó Ítalía hafi aldrei lokað landamærum sínum í upphafi heimsfaraldursins í fyrra þá giltu þar takmarkanir um ferðalög milli héraða fram á byrjun síðasta sumars. Hingað skiluðu sér því fáir ítalskir ferðamenn í júlí eða rétt rúmlega níu hundruð manns samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samdrátturinn nam 83 prósentum frá júlí árið 2019.

Staðan breyttist hins vegar til hins betra í ágúst því þá voru hér tæplega átta þúsund Ítalir. Fækkunin frá sama tíma árið áður var þá rétt um fjörutíu prósent. Til samanburðar fækkaði frönskum ferðamönnum á Íslandi um 77 prósent ágúst og þeir spænsku voru helmingi færri.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.