Jafn margir með Icelandair og Air Iceland Connect

MYND: AIR ICELAND CONNECT

Heimsfaraldurinn hefur ekki komið eins mikið niður á innanlandsflugi og alþjóðaflugi eins og sést vel í farþegatölum Icelandair samsteypunnar fyrir nýliðinn janúar.

Þar kemur fram að 11.624 hafi nýtt sér ferðir Icelandair í þeim mánuði en 11.591 flugu með Air Iceland Connect. Á sama tíma í fyrra voru farþegar þess fyrrnefnda 210.257 og 16.451 fóru þá með Air Iceland Connect.

Samdrátturinn hjá því Icelandair nemur því 94 prósentum milli ára en þrjátíu prósentum í innanlandsfluginu.