Gengið var frá endurskipulagningu allra skulda Keahótelanna í lok síðasta árs samkvæmt tilkynningu sem forráðamenn fyrirtækisins sendu frá sér í desember sl. Þar sagði jafnframt að eigendurnir myndu leggja á þriðja hundrað milljónir króna í fyrirtækið og halda eftir 65 prósent hlut.
Landsbankinn eignaðist um leið 35 prósent í hótelkeðjunni en í tilkynningunni sagði að hluta af skuldum hafi var breytt í hlutafé.
Það var eignarhaldsfélagið K Acquisitions ehf. sem hélt um öll hlutabréfin í Keahótelunum en það félag var hins vegar lýst gjaldþrota í síðustu viku líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Í fyrrnefndri tilkynningu frá eigendum Keahótelanna var ekkert minnst á þess háttar aðgerðir.
Í frétt Viðskiptablaðsins sagði einnig að K Acquisitions hafi skuldað lánastofnun 1,8 milljarða króna en skuldirnar voru tryggðar með veði í Keahótelum.
Túristi óskaði eftir upplýsingum frá Landsbankanum hvort krafa bankans hefði verið afskrifuð. Í svarinu segir einfaldlega að bankinn tjái sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.