Niðursveiflan í Reykjavík meiri en í hinum norrænu höfuðborgunum

Herbergjanýting á hótelum í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi og Helsinki dróst minna saman en í Reykjavík eftir að heimsfaraldurinn hófst.

Í byrjun árs var nýtingin á hótelum í Reykjavík hærri en á hinum Norðurlöndunum. Frá og með vorinu hefur hún verið verst. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Nærri átta af hverum tíu hótelherbergjum í Reykjavík voru skipuð gestum í febrúar í fyrra en á samtíma var hlutfallið rétt rúmur helmingur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Herbergjanýtingin var einnig hærri í Reykjavík í janúar og meira að segja í mars þegar Covid-19 var farið að hafa verulega áhrif á ferðir fólks.

Aftur á móti komu reykvísk hótel verr út en þau á hinum Norðurlöndunum það sem eftir lifði síðasta árs eins og sjá á línuritinu hér fyrir neðan.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.