Nýting á lendingarleyfum má ekki fara undir fjórðung

Flugvél kemur inn til lendingar á Heathrow flugvelli í London. Icelandair á tvo lendingarleyfi á þeim velli. Mynd: Heathrow Airport

Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á þá hafa flugfélög fengið undanþágu frá lágmarksnýtingu á lendingarleyfum. Almenna reglan kveður nefnilega á um að flugfélög noti svokölluð slott í að lágmarki átta af hverjum tíu tilvikum.

Flugumferðin hefur hins vegar dregist mun meira saman en þessu hlutfalli nemur og stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa framlengt undanþágu frá 80 prósent reglunni út komandi sumar. Flugmálayfirvöld Evrópusambandsins ætla hins vegar að lækka nýtingarhlutfallið niður í 25 prósent. Krafan verður því ekki felld alveg niður samkvæmt ákvörðun ESB sem kynnt var í dag.

Aðildarfélög Samtaka flugfélaga í Evrópu, A4E, segjast í tilkynningu fagna niðurstöðu ESB en þó með einni undantekningu. Stjórnendur Ryanair eru nefnilega ekki sáttir við keppinautar þeirra muni halda í lendingarleyfi sín jafnvel þó þau verði illa nýtt á komandi sumri.