Samfélagsmiðlar

Samstarf um áfangastaðastofu á Suðurlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, undirrituðu samninginn í dag.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa undirritað samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru þar með önnur landshlutasamtökin til að taka ákvörðun um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði sínu. Samkvæmt því sem segir í tilkynningu þá hefur undirbúningur að stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum hefur staðið yfir síðastliðin tvö ár á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála og Ferðamálastofu.

„Ég er mjög ánægð með að við skulum komin með samning um stóra og öfluga áfangastaðastofu á Suðurlandi en þar fer um verulega stór hluti ferðamanna sem hingað koma. Áfangastaðastofan mun starfa á grunni áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið og ég er þess fullviss að hún muni stuðla að enn heildstæðari uppbyggingu ferðaþjónustunnar á svæðinu,“ er haft eftir ráðherra ferðamála í tilkynningu.  

„Stofnun áfangastaðastofu í nánu samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands mun auka á samstarf ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Stofan mun styrkja undirstöður ferðaþjónustu sem er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Vægi greinarinnar á Suðurlandi er mikið og hún hefur mikill áhrif á byggðaþróun. Með stofnun áfangastaðastofu er verið að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, á forsendum heimamanna, enn frekar og gera þar með sunnlenskt samfélag betur búið undir að taka við innlendum sem erlendum ferðamönnum þegar kófinu lýkur. Ég er þess fullviss að þetta á eftir að verða samfélaginu á Suðurlandi til heilla,” segir Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Áfangastaðastofur

Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Markmiðið með stofnun áfangastaðastofa er að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar á viðkomandi landsvæði. Áfangastaðastofa starfar í umboði sveitarfélaga viðkomandi landsvæðis og er samstarfsvettvangur viðkomandi sveitarfélaga, ríkis og ferðaþjónustunnar.

Eitt meginverkefni áfangastaðastofu er að leggja fram áfangastaðaáætlun fyrir svæðið og tryggja að hún sé í samræmi við aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag. Auk þess mun áfangastaðastofan m.a. hafa aðkomu að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu, stuðla að vöruþróun og nýsköpun, leggja mat á fræðsluþörf og sinna svæðisbundinni markaðssetningu. Áfangastaðastofa getur verið stofnuð á grundvelli núverandi markaðsstofa eða annarra starfseininga sem til staðar eru á viðkomandi landsvæði.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …