Steinn Logi býður sig fram í stjórn Icelandair Group

Að minnsta kosti sex einstaklingar verða í framboði til fimm manna stjórnar Icelandair á aðalfundi félagsins sem fram fer í byrjun mars.

MYND: ICELANDAIR

Steinn Logi Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, ætlar að gefa kost á sér í stjórn Icelandair Group. Þar með hafa hluthafar Icelandair fleiri valkosti en þau fimm sem mynda stjórn félagsins í dag.

Tilnefndinganefnd Icelandair lagði nefnilega til í gær að stjórnin verði endurkjörin í heild sinni á aðalfundi flugfélagsins sem fram fer eftir mánuð.

Steinn Logi hefur nærri þrjátíu ára reynslu af störfum í fluggeiranum og þar af starfaði hann hjá Icelandair í tuttugu ár. Bæði sem framkvæmdastjóri en líka yfirmaður félagsins í Norður-Ameríku. Nú síðast var hann forstjóri Bláfugls og jafnframt eigandi helmingshlutar í fraktflugfélaginu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.