Allt frá falli WOW air hefur Norwegian verið það flugfélag sem hefur flogið flestum milli Íslands og Spánar. Fyrir heimsfaraldur var norska félagið líka umsvifamest í Spánarflugi frá hinum fjórum Norðurlöndunum. Nú er Norwegian hins vegar í greiðslustöðvun og ekki liggur fyrir hvort starfsstöðvum félagsins, á spænskum flugvöllum, verður haldið opnum ef reksturinn kemst í lag á ný.
Ennþá eru engin merki um að önnur flugfélög ætli sér að reyna að fylla skarð Norwegian á Keflavíkurflugvelli er frá er talið áætlunarflug Icelandair til Tenerife. Þar er þó ekki um neina viðbót að ræða því félagið hefur hingað til flogið til Tenerife með farþega ferðaskrifstofa.
Á helstu flugvöllum Skandinavíu eru keppinautar Norwegian hins vegar farnir að bæta verulega í Spánarflugið. Það á bæði við þau norrænu og spænsku.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.