Svarar Icelandair með því taka út Chicago?

SAS hefur fellt niður flug sitt til Boston í sumar en þangað hóf félagið að fljúga eftir að Icelandair snéri aftur til Chicago. Nú er að sjá hvort síðarnefnda borgin verði ein þeirra sem hverfur úr leiðakerfi Icelandair. Samstarf flugfélaganna tveggja á sér langa sögu.

chicago 2
Icelandair flaug til Chicago á fimmtán ára tímabili, frá 1973 til 1988. Árið 2016 hóf félagið svo að fljúga þangað á ný og fékk um leið samkeppni frá SAS í Boston. Myndir: Ferðamálaráð Chicago.

Icelandair tók upp þráðinn í flugi til Chicago í mars 2016 en þangað höfðu þotur félagsins þá ekki flogið í 28 ár. Bandaríska borgin var nefnilega tekin af dagskrá flugfélagsins sumarið 1988 þegar stjórn þess ákvað að leggja meiri áherslu á ferðir til Evrópu í stað Norður-Ameríku.

Með brotthvarfi Icelandair varð SAS eina norræna flugfélagið með heilsársflug til Chicago. Á sama hátt og Icelandair fékk frið fyrir flugfélögum frændþjóðanna í Boston.

Túlkaður sem mótleikur við útspili Icelandair

Þegar landvinningar Wow air hófust í Bandaríkjunum árið 2015 þá boðaði Icelandair komu sína til Chicago á ný. Og ekki liðu nema nokkrir mánuðir þar til SAS hóf sölu á farmiðum til Boston. Á sama tíma batt SAS enda á tveggja áratuga hlé á ferðum sínum til Keflavíkurflugvallar frá Kastrup.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.