Fyrstu þrjár vikurnar í mars gerir Icelandair ráð fyrir áætlunarflugi til sjö borga samkvæmt uppfærðri flugáætlun. Það er viðbót um þrjá áfangastaði frá því sem nú er.
Til samanburðar fóru þotur flugfélagsins til 29 borga í mars 2019.
Samdrátturinn í fjölda ferða er mismunandi eftir þessum sjö áfangastöðum í mars og þannig fækkar ferðunum til Kaupmannahafnar hlutfallslega minnst eins og sjá má á súluritinu.