Lán Íslandsbanka til ferðaþjónustunnar námu í lok síðasta árs 94 milljörðum króna að bókfærðu virði. Þetta kemur fram í ársuppgjöri bankans sem birt var í gær. Heildarlán bankans til atvinnugreinarinnar nema aftur á móti 101 milljarði króna en sjö milljarðar hafa verið settir í virðisrýrnunarsjóð. Það jafngildir sjö prósentum af heildinni.
Til viðbótar nemur virðisrýrnun ónotaðra lánalína, yfirdráttarheimilda og ábyrgða hálfum milljarði kr.
Í uppgjöri bankans hafa lán til ferðaþjónustufyrirtækja, þar með talið flugfélaga, verið flokkuð eftir þolgæði viðskiptavina. Sú greining byggir á grunnforsendum nýrrar þjóðhagsspár Íslandsbanka um að hingað komi sjö hundruð þúsund erlendir ferðamenn í ár.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.