Fjármálaráðherra Grænhöfðaeyja hefur fengið heimild til að veita Cabo Verde Airlines ríkislán upp á 16 milljónir evra. Sú upphæð jafngildir 2,5 milljörðum króna. Þeir fyrirvarar eru settir við lánveitinguna að undirritað verði samkomulag milli hluthafa um aðkomu að endurskipulagningu flugfélagsins.
Einnig er sett skilyrði um að kröfuhafar komi til móts við stöðu félagsins með niðurfellingu skulda og lengri greiðslufrestum líkt og Erlendur Svavarsson, forstjóri Cabo Verde Airlines, útskýrði í samtali við Túrista í síðustu viku.