Samfélagsmiðlar

Árni og Sveinbjörn ekki lengur í stjórn

Í tengslum við sameiningu Eldeyjar og Kynnisferða þá hefur forstjóri Isavia látið af stjórnarstörfum fyrir fjárfestingarsjóðinn og það hefur líka framkvæmdastjóri Iceland Travel gert.

Fjárfestingasjóðurinn Eldey, sem er í vörslu Íslandssjóða, hefur síðustu ár keypt hluti í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í afþreyingu fyrir ferðamenn. Sjóðurinn hefur verið rekinn með tapi allt frá stofnun árið 2015.

Og nú er beðið eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi samruna Kynnisferða og hluta af eignum Eldeyjar. Unnið var að sameiningunni stærstan hluta síðasta árs.

Lýsti yfir vanhæfi

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er einn þeirra fimm sem setið hefur í stjórn Eldeyjar síðustu ár en ennþá er óútkljáð dómsmál Kynnisferða og Isavia vegna útboðs á aðstöðu við Leifsstöð.

Túristi hafði það eftir Sveinbirni sl. vor að hann hefði lýst yfir vanhæfni í stórn Eldeyjar í allri umfjöllun um Kynnisferðir ætlaði sér ekki að taka sæti í stjórn sameiginlegs félags ef af samruni yrði. Sem fyrr segir hefur Samkeppniseftirlitið ekki ennþá birt úrskurð um samrunann en Sveinbjörn fór engu að síður úr stjórn Eldeyjar í byrjun þessa árs. Það gerði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, einnig.

Allt gert í góðu samkomulagi

„Það voru tveir stjórnarmenn sem drógu sig til hlés um mánaðarmótin janúar-febrúar. Skýringin á því er sú að þegar kaupsamningurinn við Kynnisferðir var undirritaður í desember sl. þá var ljóst að hlutverk félagsins myndi á næstu vikum snúast mikið til um að ljúka vinnu í tengslum við kaupin og undirbúa í framhaldinu samrunann, m.a. tilkynningu til Samkeppniyfirvalda. Líkt og fram hefur komið í frétt á Túrista þá hafði Sveinbjörn þegar lýst yfir vanhæfi við meðferð og afgreiðslu í Kynnisferðamálinu og hann taldi því rétt í því ljósi að láta af stjórnarstörfum á þessum tímapunkti. Hið sama á við um Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra frá þeim tíma sem Iceland Travel var sett í formlegt söluferli. Þetta er allt gert í góðu samkomulagi enda eru þeir báðir verið mikils metnir og öflugir stjórnarmenn,“ segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar aðspurð um stjórnarbreytinguna.

Einnig formaður stjórnar Íslandsstofu

Hún bætir því við að þar sem ekki sé varamönnum til að dreifa þá verða stjórnarmenn þrír fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn í vor. „Stjórn Eldeyjar í dag skipa því Hildur Árnadóttir sem jafnframt er stjórnarformaður, Arnar Þórisson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.“

Þess má geta að Hildur er jafnframt stjórnarformaður Íslandsstofu sem hefur meðal annars það hlutverk að kynna Ísland sem áfangastað erlendra ferðamanna. Þórdís Lóa er borgarfulltrúi Viðreisnar og Arnar er annar eigenda Íslenskrar fjárfestingar sem er meðal hluthafa í Eldey. Það eru hins vegar íslenskir lífeyrissjóðir sem fara fyrir bróðurparti hlutafjár í sjóðnum.

Skásta afkoman árið 2017

Túristi hefur síðustu mánuði fjallað um málefni Eldeyjar og í þeim greinum hefur verið minnst á taprekstur sjóðsins síðustu ár. Þar hefur ekki komið skýrt fram að sjóðurinn hefur í raun verið rekinn með tapi allt frá stofnun árið 2015. Ekki aðeins frá árinu 2017 sem framkvæmdastjórinn lýsti sem „Annus horribilis!“

Árið 2015 var tapið þrettán milljónir, 72 milljónir árið og svo ein milljón árið 2017. Tap Eldeyjar nam 355 milljónum árið 2018 og þrefaldaðist svo árið 2019. Þá niðurstöðu mátti að mestu rekja til ástandsins sem Covid-19 hefur valdið í ferðaþjónustunni.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …