Samfélagsmiðlar

Bætir samkeppnisstöðu innlendra ferðaskrifstofa

„Okkar kerfi hefur verið það mest íþyngjandi í Evrópu og það er búið að bölva því fyrirkomulagi lengi," segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, einnar stærstu ferðaskrifstofu landins.

Ásberg Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri, Nordic Visitor, segir ekki víst að allar ferðaskrifstofur uppfylli þau skilyrði sem sett verða fyrir þátttöku í nýjum ferðatryggingasjóði.

Þegar ferðaskrifstofur hér á landi verða gjaldþrota þá er trygging viðkomandi hjá Ferðamálastofu nýtt til að endurgreiða ófarnar ferðir og fljúga strandaglópum heim. Bæði ferðaskrifstofur sem skipuleggja Íslandsferðir fyrir útlendinga og þær sem selja Íslendingum pakkaferðir eiga að vera með þess háttar tryggingu. Ef hún dugar ekki fyrir endurgreiðslum þá sitja neytendur eftir með sárt ennið.

Nú hefur ráðherra ferðamála hins vegar lagt fram frumvarp um stofnun sameiginlegs tryggingasjóðs sem tryggir allar endurgreiðslur til ferðamanna við gjaldþrot seljenda pakkaferða. Fyrirmyndin er sótt til Danmerkur og Noregs.

Kallar á aukið eftirlit

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor, er sáttur við þær breytingar sem framundan eru verði frumvarpið samþykkt.

„Heilt yfir þá eru þetta mjög góð vinna sem hefur verið unnin í ráðuneyti ferðamála og jákvæð skref sem þarna eru stigin, bæði fyrir neytendur og ferðaskrifstofur. Þetta kallar á strangara eftirlit að hendi Ferðamálastofu sem mun geta beitt alvöru refsiákvæðum og stöðvað ferðaskrifstofur sem ekki uppfylla ákvæða laganna,“ segir Ásberg.

Tryggingin ekki alltaf dugað

Hann bætir því við að neytendur verði betur tryggðir en í gamla kerfinu enda hafi það sýnt sig, við gjaldþrot ferðaskrifstofa síðustu ár, að viðskiptavinir þeirra hafa ekki alltaf notið nægrar verndar

„Á sama tíma bætir nýja kerfið samkeppnisstöðu innlendra ferðaskrifstofa í samkeppni við þær erlendu. Okkar kerfi hefur verið það mest íþyngjandi í Evrópu og það er búið að bölva því fyrirkomulagi lengi. Það gengur nefnilega út á að tryggja toppinn í rekstrinum og ferðaskrifstofur því þurft að vera með mikið fé bundið í tryggingu,” segir Ásbergi.

Kostnaðurinn við trygginguna lækkar

Hann nefnir sem dæmi að Nordic Visitor hafi verið með 750 milljón króna tryggingu undanfarin ár í gegnum tryggingafélag og það sé mjög dýrt.

„Tryggingar ferðaskrifstofa munu lækka verulega og kostnaðurinn við trygginguna líka. Í nýju kerfinu deilir markaðurinn hins vegar áhættunni líkt og gert í Noregi og Danmörku.”

Ásberg segir það hins vegar ekki víst að allir uppfylli þau skilyrði sem sett verða fyrir því að komast inn í kerfið, til dæmis ef reksturinn er mjög tæpur. Hann bendir þó á að þar sé horft til lengri tímabils en síðustu missera sem hafi litast af Covid-19 sem leikið hafi rekstur ferðaþjónustufyrirtækja grátt.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …