Bætir samkeppnisstöðu innlendra ferðaskrifstofa

„Okkar kerfi hefur verið það mest íþyngjandi í Evrópu og það er búið að bölva því fyrirkomulagi lengi," segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, einnar stærstu ferðaskrifstofu landins.

Ásberg Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri, Nordic Visitor, segir ekki víst að allar ferðaskrifstofur uppfylli þau skilyrði sem sett verða fyrir þátttöku í nýjum ferðatryggingasjóði.

Þegar ferðaskrifstofur hér á landi verða gjaldþrota þá er trygging viðkomandi hjá Ferðamálastofu nýtt til að endurgreiða ófarnar ferðir og fljúga strandaglópum heim. Bæði ferðaskrifstofur sem skipuleggja Íslandsferðir fyrir útlendinga og þær sem selja Íslendingum pakkaferðir eiga að vera með þess háttar tryggingu. Ef hún dugar ekki fyrir endurgreiðslum þá sitja neytendur eftir með sárt ennið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.