Fara sömu leið og önnur flugfélög

airicelandconnect
Í maí 2017 var heiti Flugfélags Íslands breytt í Air Iceland Connect. Nú verður því breytt í Icelandair. Flugrekstrarleyfið verður þó áfram merkt Flugfélagi Íslands. Mynd: Air Iceland Connect.

Það er langalgengast að flugfélög reki innanlands- og alþjóðaflug undir sama vörumerki og geri út frá sömu flugvöllunum. Farþegar geta þá bókað far innanlands í tengslum við alþjóðaflug.

Árið 1997 ákváðu stjórnendur Flugleiða, nú Icelandair, hins vegar að leggja niður innanlandsdeild Flugleiða og endurreisa Flugfélag Íslands. Heiti þess var svo breytt í Air Iceland Connect fyrir fjórum árum síðan.

Frá og með næstu viku verður innanlandsflug Air Iceland Connect hins vegar rekið undir heiti Icelandair en þó ekki á sama flugrekstrarleyfi samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þar segir að með samþættingu félaganna sé verið tryggja sjálfbæra framtíð innanlandsflugs Icelandair Group sem og flugs á vestnorrænum markaðssvæðum, og á sama tíma styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild.

Er þar væntanlega vísað til þess að Air Iceland Connect hefur verið stórtækt í flugi til Grænlands.