Farþegar Icelandair með MAX strax í næstu viku

MAX þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þeim var flogið suður á bóginn til geymslu. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Stjórnendur Icelandair hafa tekið ákvörðun um að tvær Boeing 737 MAX þotur félagsins verði teknar í notkun á ný. Í tilkynningu segir að gert sé ráð fyrir að TF-ICN, sem ber nafnið Mývatn, verði nýtt í áætlunarflug til Kaupmannahafnar næsta mánudag, þann 8. mars.

Fyrst um sinn verða aðeins tvær af sex MAX þotum félagsins í notkun en kyrrsetningu þotanna var aflétt í janúar. Aðeins eitt annað evrópskt flugfélag er byrjað nota sínar MAX þotur.

Vestanhafs var heimilt að fljúga MAX þotunum á ný fyrir lok síðasta árs og þá tók bandaríska flugfélagið American Airlines sínar þotur í notkun. Í fyrstu ferð félagsins voru stjórnendur flugfélagsins meðal farþega til að auka tiltrú almennings á öryggi þotanna umdeildu.