Fengu lendingarleyfi á Heathrow

JetBlue ætlar að nota splunkunýjar Airbus A321LR þotur í flug sitt til Evrópu. MYND: JETBLUE

Bandaríska lágfargjaldaflugfélagið JetBlue hefur tryggt sér rétt til að fljúga til Heathrow flugvallar í London í sumar. Flugfélagið hefur lengi stefnt á að hefja flug til bresku höfuðborgarinnar frá New York og Boston en fyrir Covid-19 faraldurinn var ómögulegt að finna lausa lendingartíma á Heathrow og Gatwick var líka þéttsetinn.

Núna er staðan hins vegar allt önnur og þannig hefur JetBlue nú fengið leyfi til að fljúga til Heathrow tvisvar á dag nú í sumar eða þangað til að vetraráætlun fluggeirans hefst á ný í lok október. Þetta kemur fram í frétt Flight Global.

Þar segir að líklega muni JetBlue byrja á að því að hefja flug til London frá New York en ekki Boston.

Þess má geta að Ben Baldanza, fyrrum stjórnarmaður WOW air, situr í stjórn JetBlue í dag.