Fjórir af hverjum tíu Svíum bíða með að skipuleggja sumarfríið

skerjagardurinn Henrik Trygg
Stór hluti Svía gerir ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og þá munu vafalítið ófáir íbúar landsins stinga sér til sunds í skerjagarðinum við Stokkhólm. Mynd: Henrik Trygg / Ferðamálaráð Svíþjóðar

Þriðji hver Svíi gerir ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og fjórir af hverjum segjast ætla að bíða lengur með að skipuleggja ferðalög sumarsins. Ástæðan er sú óvissa sem ennþá ríkir vegna Covid-19. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar í Svíþjóð en alls fengust tíu þúsund svör. Það var Sænska ríkisútvarpið sem greindi frá nú í morgunsárið.

Í frétt útvarpsins kom fram að sænska ferðaskrifstofur finni fyrir aukinni eftirspurn eftir utanlandsferðum.

Þess má geta að Icelandair hefur tekið upp þráðinn í flugi sínu til Stokkhólms og í sumar gerir SAS ráð fyrir áætlunarflugi frá sænsku höfuðborginni til Íslands.

Yfir sumarmánuðina þrjá í fyrra komu aðeins rétt um tólf hundruð Svíar til Íslands. Þeir voru hins vegar nærri sautján þúsund hér á landi sumarið 2019.