Fleiri flugfélög losa sig við skrifstofur

british airways

Um áramótin seldi Icelandair Group höfuðstöðvar sínar við Reykjavíkurflugvöll. Kaupandinn var fasteignafélagið Reitir sem borgaði um 2,3 milljarða króna fyrir bygginguna. Icelandair leigir svo skrifstofurnar út árið 2023.

Nú vonast forráðamenn British Airways einnig eftir því að ná sér í fjármagn með því selja skrifstofur flugfélagssins við Heathrow flugvöll í London. Þar eru í dag pláss fyrir tvö þúsund starfsmenn.

Þörfin fyrir svo stórt húsnæði hefur hins vegar minnkað verulega í núverandi heimsfaraldri að mati stjórnenda British Airways. Þeir veðja nefnilega á að fleiri starfsmenn muni sinna vinnunni að hluta til heima hjá sér í framtíðinni samkvæmt frétt Financial Times.