Fleiri íslenskir hótelgestir í febrúar

Það kemur ekki fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar hvernig gistinætur skiptust milli landshluta. En í ljósi aðdráttarafls skíðasvæðanna á Norðurlandi má gera ráð fyrir að þar hafi hótelin verið betur nýtt en annars staðar á landinu. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Gistinætur á hótelum hér á landi voru um 46.800 í febrúar miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar. Þar af voru gistinætur Íslendinga um 42.200 sem er viðbót um þrettán prósent frá febrúar í fyrra. Gistinætur útlendinga voru aðeins 4.700 sem jafngildir samdrætti upp á 98 prósent milli ára.

Í febrúar 2020 voru gistinætur á íslenskum hótelum 334.900 og því má ætla að orðið hafi um það bil 86 prósent samdráttur í fjölda gistinátta í febrúar á milli ára.