Fleiri vegabréf gefin út en mánuðina á undan

vegabref 2

Í janúar voru 358 íslensk vegabréf gefin út en þau voru 1.510 á sama tíma í fyrra. Fækkunin nemur því 76 prósentum milli ára samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá.

Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt þá var útgáfan í janúar meiri en verið hefur síðan í september í fyrra.

Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá var útgáfa vegabréfa í fyrra mun minni en árin á undan.