Samfélagsmiðlar

Flugstjóri býður sig fram í stjórn Icelandair

Sturla Ómarsson, stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair, sækist eftir sæti í stjórn flugfélagsins. Þar með verða alla vega átta í framboði á aðalfundi Icelandair sem fram fer næsta föstudag.

„Því hefur verið haldið fram lengi að einingakostnaður Icelandair sé of hár í samanburði við önnur flugfélög. Skýringin á því er hins vegar fyrst og fremst sú að árstíðarsveiflan í rekstrinum er of mikil og hún hefur verið að aukast síðustu ár," segir Sturla Ómarsson, flugstjóri.

 „Ég hef mikla trú á Icelandair og tel tækifærin til að sækja fram vera mörg. Meðal annars vegna góðrar ímyndar Íslands og ekki síst legu landsins,” segir Sturla aðspurður um ástæður þess að hann bjóði sig fram.

Hann segir að af samtölum sínum við stóra hluthafa að dæma þá sé stemning fyrir breyttri stjórn. Jafnvel þó tilnefninganefnd fyrirtækisins hafi lagt til að umboð núverandi stjórnar verði endurnýjað.

Auk þess að vera atvinnuflugmaður þá er Sturla með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Síðustu átta ár hefur hann verið stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna en sjóðurinn er einn af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair. 

Spurður um þau tengsl þá segir Sturla að hann sé fyrst og fremst að bjóða sig fram sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi sjóðsins eða flugmanna. Verði hann kjörinn í stjórn Icelandair þá muni hann að láta af störfum fyrir lífeyrissjóðinn.

Hann myndi þó halda áfram að vinna sem flugstjóri og segir að hagmunaárekstrar séu víða og mikilvægast sé að meðstjórnendur þekki til þeirra. Í því samhengi má benda á að í víða Evrópu tíðkast að fulltrúar starfsmanna sitji í stjórnum, til að mynda hjá flugfélögum eins og SAS og Norwegian.

Spurður um þau verkefni sem mikilvægast er að ráðist verði í innan Icelandair á næstu misserum þá nefnir Sturla árstíðarsveiflurnar sem einkenni reksturinn.

„Því hefur verið haldið fram lengi að einingakostnaður Icelandair sé of hár í samanburði við önnur flugfélög. Skýringin á því er hins vegar fyrst og fremst sú að árstíðarsveiflan í rekstrinum er of mikil og hún hefur verið að aukast síðustu ár. Þar með smitast kostnaður á milli fjórðunga sem skekkir myndina. Einingakostnaðurinn hjá Icelandair yfir sumarmánuðina er til að mynda lægri en hjá mörgum öðrum flugfélögum,” útskýrir Sturla.

Hann telur að með því að finna félaginu fleiri verkefni í frakt- og leiguflugi megi jafna þessar sveiflur til muna. Eins beri að nýta staðsetningu Íslands til að koma á fót skiptistöð fyrir fraktflutninga á sama hátt og í farþegafluginu.

Einnig nefnir Sturla þjónustuframboðið sem hann segir lítið breyst í áranna rás og stækka eigi leiðarkerfið, til dæmis með áætlunarflugi til fjarlægari staða yfir vetrarmánuðina.

Tilnefninganefnd Icelandair leggur til að núverandi stjórn félagsins verði endurkjörin en auk Sturlu sækjast þau Steinn Logi Björnsson og Þórunn Reynisdóttir eftir sæti í stjórninni. 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …