Flugstjóri býður sig fram í stjórn Icelandair

Sturla Ómarsson, stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair, sækist eftir sæti í stjórn flugfélagsins. Þar með verða alla vega átta í framboði á aðalfundi Icelandair sem fram fer næsta föstudag.

„Því hefur verið haldið fram lengi að einingakostnaður Icelandair sé of hár í samanburði við önnur flugfélög. Skýringin á því er hins vegar fyrst og fremst sú að árstíðarsveiflan í rekstrinum er of mikil og hún hefur verið að aukast síðustu ár," segir Sturla Ómarsson, flugstjóri.

 „Ég hef mikla trú á Icelandair og tel tækifærin til að sækja fram vera mörg. Meðal annars vegna góðrar ímyndar Íslands og ekki síst legu landsins,” segir Sturla aðspurður um ástæður þess að hann bjóði sig fram.

Hann segir að af samtölum sínum við stóra hluthafa að dæma þá sé stemning fyrir breyttri stjórn. Jafnvel þó tilnefninganefnd fyrirtækisins hafi lagt til að umboð núverandi stjórnar verði endurnýjað.

Auk þess að vera atvinnuflugmaður þá er Sturla með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Síðustu átta ár hefur hann verið stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna en sjóðurinn er einn af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.