Samfélagsmiðlar

Fyrsta einvígi Icelandair og Wizz air að hefjast

Síðastliðið sumar hóf Wizz air að fljúga hingað frá Mílanó en þá felldi Icelandair niður allar ferðir sínar þangað. Á komandi sumri stefnir í fyrsta slag félaganna á sömu flugleiðinni því bæði gera ráð fyrir reglulegum ferðum til ítölsku borgarinnar.

Frá Mílanó.

Frá því að Wow air féll hefur Wizz air verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og það hefur fengið að sinna sínum helsta markaði fyrir Íslandsflug í friði fyrir keppinautunum. Wizz air á heldur ekki í beinni samkeppni við Icelandair á neinni flugleið. Reyndar bjóða þau bæði upp á ferðir héðan til London en ekki til sömu flugvallanna þar í borg.

Nú í sumar munu þotur beggja félaga aftur á móti fljúga reglulega sömu leiðina, nánar tiltekið milli Keflavíkurflugvallar og Malpensa flugvallar við Mílanó. Munurinn á lægstu fargjöldum flugfélaganna á þessari leið er töluverður. Það sama má reyndar segja um kjör áhafnanna.

Fjögurra klukkustunda flug á tæpar fimm þúsund krónur

Ódýrasti farmiðinn með Icelandair til ítölsku borgarinnar í sumar kostar 18.900 krónur, aðra leið, samkvæmt auglýsingum félagsins. Sem fyrr gerir félagið þó neytendum erfitt fyrir að finna farmiða á þessu auglýsta verði á heimasíðu sinni. Þar er nefnilega ekkert verðdagatal að finna nema fyrir nokkra áfangastaði og svo virðist sem heimsfaraldurinn hafi ekki verið nýttur í betrumbætur á bókunarvél félagsins. Þeir sem eru sveigjanlegir með ferðadaga geta því ekki á einfaldan hátt skoðað úrvalið hjá Icelandair.

Á heimasíðu Wizz air, líkt og flestra annarra flugfélaga, má hins vegar fá yfirlit yfir fargjöld næstu mánaða. Og sá ódýrasti í sumar, með Wizz air frá Keflavík til Mílanó, kostar tæpar fimm þúsund krónur.

Farmiðaverðið er oftar en ekki þónokkuð hærra og oftast á bilinu átta til tólf þúsund krónur, aðra leið. Það er því töluvert lægra en Icelandair býður best.

Hjá báðum félögum er innritaður farangurinn ekki innifalinn né veitingar um borð. Hjá Wizz air er stærð handfarangursins takmarkaður við töskur sem komast undir sætin.

Sniðganga félagið vegna starfsmannamála

Ein af skýringum þess að Wizz air getur boðið svona lág fargjöld er starfsmannastefna félagsins. Stjórnendur þess vilja ekkert með stéttarfélög hafa. Flugmenn og flugfreyjur- og þjónar eru því oftast ráðnir sem verktakar. Þar með eru réttindi áhafna takmarkaðri og launin lægri en þekkist hér á landi enda gerir Wizz air að mestu út frá löndum í austurhluta Evrópu.

Þannig notast félagið meira að segja við pólskar áhafnir í innanlandsflugi sínu í Noregi. Þar í landi hafa starfsmannamál Wizz air verið harðlega gagnrýnd og sérstaklega sú stefna að gera ekki samninga við starfsmenn í gegnum stéttarfélag. Og það eru ekki bara norskir verkalýðsforkólfar sem hafa mælst til þess að Norðmenn sniðgangi félagið. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur líka gefið út að hún muni ekki fljúga með því.

Það er reyndar ekki langt síðan allt fór í loft upp hjá Icelandair þegar forráðamenn þess sögðu upp samningi við Flugfreyjufélag Íslands.

Ítalskir ferðamenn síðsumars

Tíðari flugsamgöngur í sumar milli Íslands og Ítalíu eru ekki bara góð tíðindi fyrir Íslendinga á leið út heldur líka ferðaþjónustuna. Ítalir eru nefnilega fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi á sumrin og á því varð engin breyting í fyrra þrátt fyrir að Covid-19 hafi leikið Ítalíu grátt.

Samdrátturinn í Íslandsferðum Ítala varð nefnilega mun minni í fyrra en til að mynda Frakka og Spánverja líkt og Túristi fór yfir nýverið. Engu að síður voru flugsamgöngurnar takmarkaðir hingað frá Ítalíu en nágrannalöndunum. Hluti af skýringunni er sú að Icelandair felldi niður allar ferðir sínar til Mílanó í fyrra.

Wizz air tók hins vegar við keflinu. Og nú er að sjá hvernig ferðamannastraumurinn verður frá Ítalíu í sumar nú þegar tvö flugfélög verða með reglulegar sætaferðir til Íslands frá Mílanó.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …