Fyrsta einvígi Icelandair og Wizz air að hefjast

Síðastliðið sumar hóf Wizz air að fljúga hingað frá Mílanó en þá felldi Icelandair niður allar ferðir sínar þangað. Á komandi sumri stefnir í fyrsta slag félaganna á sömu flugleiðinni því bæði gera ráð fyrir reglulegum ferðum til ítölsku borgarinnar.

Frá Mílanó. Mynd: Matteo Raimondi / Unsplash

Frá því að Wow air féll hefur Wizz air verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og það hefur fengið að sinna sínum helsta markaði fyrir Íslandsflug í friði fyrir keppinautunum. Wizz air á heldur ekki í beinni samkeppni við Icelandair á neinni flugleið. Reyndar bjóða þau bæði upp á ferðir héðan til London en ekki til sömu flugvallanna þar í borg.

Nú í sumar munu þotur beggja félaga aftur á móti fljúga reglulega sömu leiðina, nánar tiltekið milli Keflavíkurflugvallar og Malpensa flugvallar við Mílanó. Munurinn á lægstu fargjöldum flugfélaganna á þessari leið er töluverður. Það sama má reyndar segja um kjör áhafnanna.

Fjögurra klukkustunda flug á tæpar fimm þúsund krónur

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.