Samfélagsmiðlar

Heimild fyrir 2,5 milljarða króna ríkisláni til flugfélags Íslendinga á Grænhöfðaeyjum

Samkomulag milli hluthafa um aðkomu að endurskipulagningu Cabo Verde Airlines er meðal þeirra skilyrða sem sett eru fyrir ríkisláni til flugfélagsins. Icelandair Group og aðrir íslenskir fjárfestar fara fyrir meirihluta í félaginu.

Í flugflota Cabo Verde Airlines eru þotur í eigu Icelandair samsteypunnar.

Flugrekstur Cabo Verde Airlines hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn hófst í mars í fyrra. Þann tíma hafa staðið yfir viðræður um fjármögnun fyrirtækisins. Fyrir áramót fékk það lán frá stjórnvöldum á eyjunum til að standa skil á launum starfsmanna.

Og nú hefur ríkisstjórn Grænhöfðaeyja veitt fjármálaráðherra landsins heimild til að gefa út ríkisábyrgð fyrir lánum að upphæð sextán milljónum evra til flugfélagsins. Sú upphæð jafngildir nærri tveimur og hálfum milljarði króna.

Kröfuhafar verða líka að koma að borðinu

Til þess að Cabo Verde Airlines fái aðgang að þessum peningum þarf það að ljúka samningum við banka um lánafyrirkomulag og einnig að uppfylla skilyrði ríkistjórnarinnar fyrir ábyrgðinni að sögn Erlends Svavarssonar, forstjóra Cabo Verde Airlines.

„Hluti þeirra skilyrða er að undirritað verði samkomulag milli hluthafa um aðkomu að endurskipulagningu á rekstri félagsins í ljósi breyttra aðstæðna í kjölfar Covid faraldursins. Einnig er skýr krafa um að kröfuhafar félagsins komi til móts við stöðu félagsins með niðurfellingu skulda og lengri greiðslufrestum,“ útskýrir Erlendur.

Íslendingarnir með 51 prósent

Hann ríkislánið ekki vera beinan ríkisstyrk né aukið hlutafé og eignarhlutföll hluthafa breytist því ekki. Í dag á ríkissjóður Grænhöfðaeyja 39 prósent í flugfélaginu. Icelandair samsteypan fer fyrir 36 prósent hlut og íslenskir fjárfestar, þar á meðal Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair, eiga fimmtán prósent. Hlutur starfsmanna jafngildir svo tíund.

Sem fyrr segir hefur flugrekstur Cabo Verde Airlines legið niðri nærri allt frá því að heimsfaraldurnn hófst í byrjun síðasta árs. Erlendur segir að framgangur bólusetninga, bæði á eyjunum og í helstu markaðslöndum, muni ráða mestu um hvenær unnt verður að hefja áætlunarflug að nýju.

Markmiðið áfram að tengja saman fjórar heimsálfur

„Starfsfólk félagsins vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi og umbótum á flugrekstri og sölustarfsemi fyrirtækisins með það fyrir augum að allt verði til reiðu þegar för farþega verður frjálsari á ný. Þá mun staða Cabo Verde Airlines verða sterk þar sem eyjaklasinn er frábær áfangastaður fyrir sólarþyrsta ferðalanga sem þrá að heimsækja nýjar og framandi slóðir eftir langa einangrun á tímum faraldursins,“ segir Erlendur.

Spurður hvort þessar umbæturnar á flugrekstrinum nái til flugflota og leiðakerfis félagsins þá segir Erlendur að hvort tveggja verði lagað að minni eftirspurn í kjölfar faraldursins. „Markmið félagsins til lengri tíma verður samt áfram að tengja fjórar heimsálfur í tengimiðstöðinni á Sal eyju.“

Líkt og Túristi fjallaði um á sínum tíma þá hafði Cabo Verde Airlines fjölgað áfangastöðum sínum töluvert eftir að Íslendingarnir tóku við stjórnartaumunum. Flugfloti félagsins hefur síðan þá samanstaðið af Boeing 757 þotum sem tilheyra Icelandair samsteypunni.

Þess má geta að Icelandair Group hefur fært niður eignarhlut sinn í Cabo Verde Airlines að fullu.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …