Helmingur hluthafa skráði sig á fundinn

Mynd: Icelandair

Aðalfundur Icelandair fer fram á föstudaginn og vegna aðstæðna verður hann rafrænn. Frestur hluthafa til að skrá sig á fundinn rann út í gær og samkvæmt tilkynningu þá ætla fulltrúar 53 prósent hlutafjár að taka þátt.

Í heildina eru hátt í fjórtán þúsund hluthafar í flugfélaginu.

Stjórnarkjör á fundinum fer fram með meirihlutakosningu sem er meginreglan á aðalfundum hlutafélaga nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar, t.d. margfeldiskosningu.

Tilefninganefnd Icelandair hefur lagt til að umboð núverandi fimm manna stjórnar verði endurnýjað en fjögur önnur framboð bárust.