Hluthafar Eldeyjar fá enn minni hlut

Eignahlutföllin í samruna Kynnisferða og Eldeyjar hafa tekið breytingum að undanförnu. Sameiningin er ennþá til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu en eitt af fyrirtækjum Eldeyjar hefur flutt heimilisfang sitt í húsnæði Kynnisferða.

Fjárfestingasjóðurinn Eldey hefur frá árinu 2015 fjár­fest í fyrir­tækj­um sem sérhæfa sig í afþreyingu fyrir ferðamenn. Sjóðurinn var rekinn með tapi á árunum fyrir Covid-19 en í vor var undirritað samkomulag um sameiningu Kynnisferða og hluta af eignasafni Eldeyjar.

Stærstu eigendur Eldeyjar eru lífeyrissjóðir og þeirra stærstur er Birta með um fjórðungs hlut. Í stjórn sjóðsins situr meðal annars forstjóri Isavia og stjórnarformaður Íslandsstofu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.