Hreint og öruggt á vegum Ferðamálastofu

Kynning

Vísbendingar eru um að Covid – 19 muni breyta ferðavenjum og þörfum fólks með öðrum áherslum og breyttu viðhorfi. Til verða ný viðmið, ný gildi og aðrar kröfur. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki mið af þessu og að ferðaþjónustuaðilar séu tilbúnir að taka á öruggan og ábyrgan hátt á móti
viðskiptavinum.

Ferðamálastofa hefur sett af stað verkefni sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe.

Verkefninu, sem snýst um sóttvarnir og þrif hjá ferðaþjónustufyrirtækjum, er ætlað að auka trúverðugleika greinarinnar og vera verkfæri ferðaþjónustuaðila til að sýna með áþreifanlegum hætti að okkur er umhugað um gesti okkar og að áfangastaðurinn Ísland er öruggur heim að sækja.

Hreint og öruggt er sjálfsmat fyrirtækjanna og hefur verkefnið verið samþykkt af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og  World Travel and Tourism Council .

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Ferðamálastofu.