Kortavelta útlendinga lækkaði um nærri þrettán milljarða króna

MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Erlenda kortavelta hér á landi nam tæpum 1,4 milljörðum króna í síðasta mánuði. Hún var tíu sinnum hærri í febrúar í fyrra eða rétt um fjórtán milljarðar kr. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Hlutfallslega var samdrátturinn mestur í þeim flokkum sem tengjast ferðaþjónustu beint. Þannig minnkuðu kaup á ýmis konar ferðaþjónustu um 98 prósent og um 96 prósent á gististöðum. Samtals nam lækkunin í þessum tveimur flokkum rétt rúmum sex milljörðum kr.

Erlenda kortavelta á bílaleigum dróst saman um 95 prósent eða um 1,2 milljarð kr.

Veltan lækkaði minna þegar koma að dagvöruverslun og úttektum í hraðbönkum eða um tvo þriðju.