Leita eftir fólki utan höfuðborgarinnar til að efla vef Visit Iceland

Ferðamálastofa, Íslandsstofa og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hafa með samkomulagi sín á milli ákveðið að vefurinn VisitIceland.com verði helsta upplýsingaveita fyrir ferðamenn á leið til landsins, á meðan á dvöl þeirra á landinu stendur og eftir að heim er komið.

Er þá meðal annars horft til upplýsinga um framboð þjónustu, menningu, sögu, náttúru, fjölbreytileika landsins, aðgengi ferðamannastaða, öryggi og umhverfisvernd, veður og færð á vegum samkvæmt því sem segir á vef Ferðamálastofu.

Nú er leitað að einstaklingum með fasta búsetu utan höfuðborgarsvæðisins til að vinna að vef Visit Iceland en æskilegt er að viðkomandi geti haft starfsaðstöðu utan heimilis. Miðað er við að starfshlutfall sé að lágmarki fimmtíu prósent.

Á vef Ferðamálastofu má finna nánari upplýsingar um starfið.