Sumarið 2011 hóf Delta að fljúga til Íslands frá New York og fimm árum síðar frá Minneapolis. Áður hafði Icelandair verið eitt um flugið hingað frá þessum tveimur bandarísku borgum. Nú í sumar ætlar Delta einnig að skora Icelandair á hólm í Íslandsflugi frá Boston.