Nú þegar miklu færri eru á ferðinni en áður og ferðalög milli heimsálfa liggja nærri niðri þá nýta flugfélög í auknum mæli minni flugvélar en áður. Þetta sýnir samantekt greinenda OAG en samkvæmt henni hefur hlutfall Airbus A319, A320 og A321 þota aukist í háloftunum og sama má segja um Boeing 737 þotur. Á sama tíma eru flugfélög að leggja stórum breiðþotum eins og Airbus A380 og Boeing 767.
Í greiningu OAG segir að nú setji flugfélög í forgang að fljúga eyðslugrönnum flugvélum og leggi í staðinn þeim eldri fyrr en áður hafi verið gert ráð fyrir.