Nýtt framboð til stjórnar Icelandair að frumkvæði hóps hluthafa

Marty St. George hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum í fluggeiranum. Hann segist hafa margar hugmyndir um hvernig megi bæta rekstur Icelandair.

Marty St. George er í framboði til stjórnar Icelandair. Hann segir að sér þyki mikið til viðskiptamódels flugfélagsins koma. Að mæta bæði eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands og um leið starfrækja miðstöð fyrir lágfargjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið.

Einn þeirra níu sem eru í framboði til fimm manna stjórnar Icelandair er Bandaríkjamaðurinn Marty St. George. Hann er í dag einn framkvæmdastjóra S-Ameríska flugfélagsins LATAM og hefur meira en þriggja áratuga reynslu úr fluggeiranum. St. George var um langt árabil framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs bandaríska flugfélagsins JetBlue Airways.

Hann hefur einnig sinnt stjórnurnarstöðum hjá United Airlines og US Airways. Í lok árs 2019 tók hann að sér tímabundið að sitja í framkvæmdastjórn Norwegian flugfélagsins og fór þá fyrir sölu- og markaðmálum félagsins.

„Ég hef varið öllum mínum starfsferli í fluggeiranum og þekki því til Icelandair og þeirra hlutfallslega miklu áhrifa sem félagið hefur haft síðustu áratugi. Núna þegar við erum að komast út úr heimsfaraldrinum þá verða flugfélög um leið að endurskilgreina viðskiptamódel sín. Ég tel að sterk staða Icelandair á markaði fyrir almenn ferðalög („leisure") sé traustur grunnur til að byggja á," segir Marty St. George, um áhuga sinn á að sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.