Óbólusettir Bretar verða líka velkomnir

Strendurnar í Algarve héraði hafa lengi lokkað til sín sólþyrsta Breta. Mynd: Wendell Adriel / Unsplash

Í dag verða Bretar að sækja um leyfi fyrir því að ferðast til útlanda og verða svo að fara í sóttkví við komuna heim. Boris Johnson, forsætisráðherra landsins, hefur þó gefið út að frá og með 17. maí gætu ferðalög til og frá Englandi orðið með eðlilegri hætti. Yfirvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi leggja sjálf línurnar á sínum svæðum.

Bretar eru vanalega fjölmennir í Portúgal á sumrin og ferðamálaráðherra landsins segir þá velkomna þangað á ný frá og með 17. maí. Ástæðan er sú að dregið hefur mjög úr Covid-19 smitum á Bretlandseyjum.

Þetta heimboð Portúgala takmarkast ekki bara við þá Breta sem hafa fengið bóluefni heldur alla þjóðina. Þeir sem ætla að leggja leið sína til Portúgals verða þó að framvísa vottorði um neikvæðar niðurstöður í nýju Covid-19 prófi.