Tilkynnt var í ársbyrjun að hefja ætti söluferli á Iceland Travel. Þetta er í annað sinn á jafn mörgum árum sem gerð er tilraun til að selja ferðaskrifstofuna út úr Icelandair samsteypunni. Áður hafði verið unnið að sameiningu Iceland Travel og Gray Line.
Frestur til að senda inn tilboð í ferðaskrifstofuna rann út þann 2. mars sl. og munu tíu tilboð hafa borist. Af þeim voru fjögur valin til að fara í seinni umferð.