Síðasti séns að bjóða í Iceland Travel

Mynd: Curren Podlesny / Unsplash

Klukkan eitt í dag rennur út frestur til að senda inn tilboð í ferðaskrifstofuna Iceland Travel. Sú er í eigu Icelandair samsteypunnar og hefur verið stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða fyrir erlenda ferðamenn.

Tilkynnt var í ársbyrjun að hefja ætti söluferli á Iceland Travel en þetta er í annað sinn á jafn mörgum árum sem gerð er tilraun til að selja ferðaskrifstofuna út úr Icelandair Group. Áður hafði einnig verið unnið að sameiningu Iceland Travel og Gray Line.