Sparneyttari þotur teknar í gagnið á sama tíma og verð á olíu rýkur upp

Kaup á þotueldsneyti vegur þungt í rekstri Icelandair en olíuverð hefur hækkað hratt að undanförnu. Núna kostar tunna af olíu það sama og í mars 2019 þegar Boeing MAX þotur voru kyrrsettar um heim allan.

Icelandair hefur tilkynnt um að tvær MAX þotur verði teknar í gagnið á ný. Sú fyrsta er nú í sínu fyrsta áætlunarflugi. Samtals á félagið hins vegar sex MAX þotur. Mynd: Berlin Airport

Nú í morgunsárið fór Boeing MAX þota á vegum Icelandair í loftið frá Keflavíkurflugvelli og lenti hún í Kaupmannahöfn nú fyrir stundu. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem MAX þota eru nýtt í farþegaflug á vegum Icelandair enda voru allar flugvélar af þessari tegund kyrrsettar í mars árið 2019 eftir tvö flugslys þar sem 346 manns misstu lífið. Flugbanninu var fyrst aflétt í byrjun þessa árs.

MAX þoturnar eru um fjórðungi sparneyttari en hinar gömlu Boeing 757 og Boeing 767 sem fyrir eru í flugflota Icelandair. Og nú þegar olíuverð hefur hækkað um rúmlega sextíu prósent frá því að hlutafjárútboð Icelandair fór fram síðastliðið haust þá vaknar sú spurning hvort félagið taki fleiri slíkar í gagnið.

Endurráðningar á flugmönnum gefa þó ekki til kynna að það sé á stefnuskránni.

Gerðu ráð fyrir lægra olíuverði næstu ár

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.