Stjórn Icelandair Group endurkjörin

MYND: ICELANDAIR / SR-PHOTOS.COM

Umboð allra fimm stjórnarmanna Icelandair Group var endurnýjað á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. Þessi niðurstaða er í takt við tillögur tilnefningarnefndar sem lagði til að stjórnin yrði endurkjörin.

Til viðbótar við stjórnarmennina fimm þá voru þrír aðrir í framboði.

Hluthafar Icelandair samsteypunnar eru í dag hátt í fimmtán þúsund samkvæmt því sem fram kom í erindi Úlfars Steindórssonar, stjórnarformanns, á fundinum. Fulltrúar 54,5 prósent hlutafjár í Icelandair tóku þátt í aðalfundinum sem fór fram með rafrænum hætti.